Færsluflokkur: Lífstíll

Áður en framkvæmdir hefjast.

Margir hafa yndi af að eiga sér fallegt hreiður eftir sínu höfði.

Sumir leggja gríðarlegan metnað í að upphugsa draumaheimilið, leggja á ráðin og framkvæma svo eftir bestu getu.

Oft á tíðum er útkoman fyllilega til samræmis við hugmyndina, en of oft verður fólk fyrir sárum vonbrigðum með ýmsa þætti verksins eða verkið í heild sinni, þar sem ýmislegt getur farið úrskeiðis við framkvæmdina.

Af fenginni reynslu get ég fullyrt að það eru helst þrír þættir sem valda vonbrigðunum.

Í fyrsta lagi eru efnin sem notuð eru ekki að uppfylla væntingar kaupandans.

Í öðru lagi er meðhöndlun efnana ekki innan þeirra marka sem ætlast má til.

Og í þriðja lagi hefur hönnun og efnisval ekki miðast við útkomuna sem kaupandinn hafði fyrirfram í huga og markaði drauminn.

Við þá sem upplifað hafa óútfylltar væntingar á lokadegi er óþarfi að rifja upp tilfinninguna sem vonbrigðin hafa veitt þeim. Gremja og reiði, tár og taugatitringur eru meðal þeirra og oft hafa fylgt langvinnar deilur og ergelsi sem oft hafa endað fyrir dómstólum.

Það eru fáir ef nokkrir sem hafa nennu eða tíma til að standa í slíku, en samt hafa sumir upplifað vonbrigðin aftur og aftur.

Það er hægt að fyrirbyggja "vondar" framkvæmdir að miklu eða öllu leiti með réttum undirbúningi.

Með markvissri skipulagningu og réttri ráðgjöf aukast líkurnar á að framkvæmdir heppnist vel og allir hlutaðeigandi gangi frá uppgjöri með bros á vör.

Hafandi komið að of mörgum "vondum" verkum eftir að í óefni er komið, get ég aðeins ráðlagt þér eitt.

Ef einhver atriði við skipulagninguna og framkvæmdina eru þér óljós, fáðu hjálp.

"Í upphafi skyldi endirinn skoða." 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband